Það er leikur að smíða saman. Smíðaðu þinn eiginn leikfangabíl.




HP SPORI-01.

 

HP Spori 01 er sterkur leikfangajeppi með marga möguleika til leikja og keppni í torfæru. HP Spori 01 er að mestu gerður úr áli en hlutir gerðir úr tré eru hvalbakur og vélarhlífin. Hann er dreginn áfram með sterkum nælontaumi sem festur er við lítið kefli úr áli og gúmmí.

 

            Við bílinn er taumurinn festur á tveimur stöðum við snúningsplötu framöxuls þannig að hægt er að beygja bílnum til beggja hliða. Framöxull hefur mikið fjöðrunarsvið ólíkt öðrum útileikföngum af svipaðri gerð.

 

            Afturöxull er einnig með mikla fjöðrun, en af annari gerð en er að framan. Öxlar eru úr stáli. Felgur eru sérsmíðaðar álfelgur með innbyggðum kúlulegum. Vegna mikils kostnaðar við álfelgurnar var gerð tilraun með að renna felgur úr birkivið með innbyggðum legum og reyndust þær vel. Loftfyllt gúmmídekk í stærðinni 6”x 4” eru fengin úr miklu vöruúrvali dekkja fyrir fjarstýrða bíla í mælikvarðanum 1:8. Tvö sæti eru í bílnum og í þeim má koma fyrir Barbie dúkkum.

 

 

            Stærð HP Spora-01 er: Lengd = 60cm, breidd = 38cm, H = 26cm + 10cm upp     á veltigrind.

 

            Þyngd = 8,8 kg. á álfelgum en 8,1 kg. á felgum úr birkivið.

 

 

 

Kaupa teikningasett.

 

Hphönnun / Teiknistofa Helga K. Pálssonar • Álfaskeiđ 93 • 220 Hafnafjörđur • hpalsson@centrum.is • Sími/Tel. +354 555 2235 • kt: 191250-4009 • VSK: 5088
© 2008 Uppsetning og hönnun Hýsir.is